þriðjudagur, október 3

out of bed at eight a.m...

ég er formlega búin að taka ákvörðun að vera í skólanum, haus hjarta og sál.
það þýðir því lítið að pirra sig á því þegar ég afþakka kaffibollann pent, ég er bara að gera annað eins og að LÆRA.
mér fannst það alveg ídealt að hafa smá svona disclaimer svo enginn pirri sig á því að ég sé leiðinlega týpan sem hringir ekki tilbaka því ég var að fá mér frelsi og síminn er alltaf á silent...
anywho... skrifaði einu sinni smá sögu.. spá í að skella henni bara hér inn í bútum, kannski einn og einn bút svona einu til tvisvar sinnum í viku, sjáum til hvernig gengur. here goes....

"Er ég með allt?" Hún fór í fimmtugasta sinn í gegnum hliðartöskuna, passi, flugmiði, vaseline, peningar, kort, dagbók, mp3 spilari, bréfið frá stelpunum og vegabréfáritunin....Hún andaði léttar, allt á sínum stað. Hún gekk að tjekk in borðinu og valdi sérstaklega stelpu sem leit út fyrir að vera nice og sympatísk. "Góðan dag, heyrðu, ég er að fara í fyrsta sinn til útlanda og ég hlakka svo mikið til! Ekki gæturu nokkuð hugsanlega sett mig í gluggasæti? Bara ef það er ekkert vesen fyrir þig?" Hún hrósaði sigri í huganum þegar hún sá augun á tjekk inn stelpunni mýkjast og lítið bros myndast. ("Þvílík heppni að hafa verið nýkomin með nýjan passa"). "Veistu það er laust hérna gluggasæti, 4A, ég læt þig bara í það." Brosið hennar jókst, hún talaði hægt eins og hún væri að tala við litla 12 ára stelpu að fara í fyrsta sinn til ömmu sinnar á Grundafirði.
"Er það, oh takk, frábært..ég hlakka svo mikið til að fara í Tívolíið og sjá hafmeyjuna.." Hún babblar við saklausu tjekk inn stelpuna um hinar og þessar staðreyndir sem hún hefur lesið eða heyrt fólk tala um í tengslum við Kaupmannahöfn. Persónulega hefur hún engan áhuga á "Köben" sem allir eru svo sjúkir í og ætlar sér ekki að stoppa þar, einungis millilending, pása á leiðinni í áframhaldandi ævintýri.
"Þú verður að fara í H OG M, það er geðveik fatabúð, bíddu ég skal skrifa þetta niður fyrir þig...." Hún endurtekur lítinn sigurdans í höfðinu, greyið stelpan sem alveg féll fyrir sögunni, klikkar aldrei.
Loksins loksins, komin upp í Leifstöðvar lounge.
Hún var búin að bíða eftir þessari ferð allt sitt líf. Hún hafði tekið stjórn á örlögunum fyrir fimm mánuðum. Héðan í frá yrði lífið ævintýri. Eitt stórt fallegt ævintýri. Strax frá þessum tímapunkti. Hún pantaði sér rauðvínsglas á barnum, alveg eins gott að byrja ævintýrið með stæl.
Hún horfði í kringum sig og velti fyrir sér öllu þessu fólki. "Hvað ætli það sé að hugsa?" "Afhverju er hún í þessu?" "Businessmaður á leið í framhjáhaldsráðstefnu" spurningar um hitt og þetta fólk þutu í gegnum hugann hennar. Loksins loksins, hún gat hallað sér aftur og pælt í fólki. Búin að standa í því að læra um það og hvernig og afhverju það gerir það sem það gerir. Nú gat hún notið þess að horfa og velta upp spurningum án þess að svara þeim.
Hún leit yfir loungið þangað til að augu hennar læstust á stól í horninu.

......
siggadögg
-sem fann spennandi háskólanám í newyork-

2 ummæli:

Mia sagði...

Ég bíð spennt eftir framhaldinu... hver er í stólnum!!!???? HVER???? :p

eks sagði...

;)

Ég ætla samt að ná allavega 2x góðu kaffi eða mat fyrir próf. ást og kossar :)